Vilja að Bush beri vitni 21. júní 2004 00:01 George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Donald Rumsfeld, gætu neyðst til að bera vitni við réttarhöld yfir hermönnum, sem sakaðir eru um illa meðferð fanga í Írak. Þrír hermenn voru leiddir fyrir dómara í morgun, þar sem þeim voru kynnt ákæruatriðin og lögmönnum þeirra gefin kostur á að kalla til vitni. Verjendur mannanna vilja að yfirmenn bandaríska heraflans, þeirra á meðal Ricardo Sanchez yfirmann sveita í Írak, beri vitni. En helst vilja lögmennirnir, að George Bush, Bandaríkjaforseti, og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, beri vitni. Þeir eru æðstu yfirmenn hersins og segir einn lögmannanna þá bera ábyrgð á því, að Genfarsáttmálarnir hefði verið virtir að vettugi í hryðjuverkastríðinu. Hann sagði Bush hafa lýst því yfir nýlega, að sáttmálarnir væru ógildir. Skjólstæðingi sínum til varnar sagði lögmaðurinn, að hann hefði hvorki fengið kynningu á Genfarsáttmálunum né þjálfun til að starfa í fangelsi. Honum hafi verið skipað að hrista upp í föngum og búa þá undir yfirheyrslur, svo að hægt yrði að þyrma lífi bandarískra hermanna í Írak. Yfirmenn hafa skipað fyrir um þá meðferð, sem fangarnir hluti. Dómarinn í málinu úrskurðaði einnig, að ekki mætti rífa Abu Ghraib fangelsið, eins og til stóð, þar sem það væri vettvangur glæps. Af þeim sökum yrði fangelsið að standa óbreytt í núverandi mynd þar til réttarhöldum lyki. Bush Bandaríkjaforseti greindi frá því fyrir skömmu, að til stæði að jafna fangelsið við jörðu og byggja nýtt öryggisfangelsi í staðinn. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Donald Rumsfeld, gætu neyðst til að bera vitni við réttarhöld yfir hermönnum, sem sakaðir eru um illa meðferð fanga í Írak. Þrír hermenn voru leiddir fyrir dómara í morgun, þar sem þeim voru kynnt ákæruatriðin og lögmönnum þeirra gefin kostur á að kalla til vitni. Verjendur mannanna vilja að yfirmenn bandaríska heraflans, þeirra á meðal Ricardo Sanchez yfirmann sveita í Írak, beri vitni. En helst vilja lögmennirnir, að George Bush, Bandaríkjaforseti, og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, beri vitni. Þeir eru æðstu yfirmenn hersins og segir einn lögmannanna þá bera ábyrgð á því, að Genfarsáttmálarnir hefði verið virtir að vettugi í hryðjuverkastríðinu. Hann sagði Bush hafa lýst því yfir nýlega, að sáttmálarnir væru ógildir. Skjólstæðingi sínum til varnar sagði lögmaðurinn, að hann hefði hvorki fengið kynningu á Genfarsáttmálunum né þjálfun til að starfa í fangelsi. Honum hafi verið skipað að hrista upp í föngum og búa þá undir yfirheyrslur, svo að hægt yrði að þyrma lífi bandarískra hermanna í Írak. Yfirmenn hafa skipað fyrir um þá meðferð, sem fangarnir hluti. Dómarinn í málinu úrskurðaði einnig, að ekki mætti rífa Abu Ghraib fangelsið, eins og til stóð, þar sem það væri vettvangur glæps. Af þeim sökum yrði fangelsið að standa óbreytt í núverandi mynd þar til réttarhöldum lyki. Bush Bandaríkjaforseti greindi frá því fyrir skömmu, að til stæði að jafna fangelsið við jörðu og byggja nýtt öryggisfangelsi í staðinn.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira