Erlent

Fjölmiðlalögin í Guardian

Baugur, sem á bresku verslunarkeðjurnar Hamleys og Oasis, er lent í miðri ringulreið sem skapast hefur um stjórnarskrána í heimalandi Baugs. Svo segir í grein í breska dagblaðinu The Guardian í morgun um Baugslögin, eins og blaðið kallar fjölmiðlalög Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, í fyrirsögn. Blaðamaður Guardian skrifar, að forseti Íslands hafi í fyrsta sinn í sögu landsins neitað að undirrita lög og því verði þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi. Forsaga málsins er rakin og hermt, að lögin hafi einkum og sér í lagi áhrif á eitt fyrirtæki, Norðurljós, og að umsvif þess og Baugs Group virðist hafa valdið forsætisráðherranum hugarangri. Greinarhöfundurinn Mark Milner segir að nú þegar sé rætt um að setja reglur um lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni svo að hún teljist gild



Fleiri fréttir

Sjá meira


×