Erlent

Upplausn Írakshers mistök

Ráðamenn í Írak búa sig nú undir öldu ofbeldis sem búist er við í kjölfar valdaafsals bandamanna þann 30. júní næstkomandi, en öryggissveitir Íraks verða endurskipulagðar frá grunni til að búa þær undir að takast á við óeirðirnar. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, sagði á blaðamannafundi í Bagdad að hann myndi sjálfur veita öryggismálum í landinu forstöðu og og tilkynnti að stofnuð hefði verið sérstök sveit til að ráða niðurlögum óeirðaseggja. Allawi sagðist telja að þar til hinar nýstofnuðu öryggissveitir væru orðnar starfhæfar að fullu þyrfti alþjóðlegrar aðstoðar og tækjabúnaðar við til að gæta öryggis í landinu. Hann sagðist einnig telja að sú ákvörðun Bandaríkjamanna að leysa upp Íraksher hefði verið mistök og jafnvel kæmi til greina að setja herlög þar sem þeirra yrði þörf. Tæplega fjörutíu manns hafa látist í hryðjuverkaárásum í Írak síðan á fimmtudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×