Mannabreytingar í Hæstarétti 20. júní 2004 00:01 Miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar í Hæstarétti á næstu árum. Einn dómari á besta aldri hefur tilkynnt að hann ætli að láta af störfum og þrír aðrir eru að komast á aldur. Í Hæstarétti sitja níu dómarar. Pétur Kr. Hafstein hefur nú lýst því yfir að hann ætli að láta af störfum 1.október og verður staða hans væntanlega auglýst á næstunni. Hæstaréttardómarar geta setið í embætti þar til sjötugsaldri er náð. Þá geta þeir hætt sextíu og fimm ára og haldið fullum eftirlaunum og fyrir því eru mörg fordæmi. Sumir kjósa svo að hætta fyrr og halda hluta eftirlauna líkt og Pétur Kr. Hafstein. Af þeim átta sem eftir eru eru þrír að komast á aldur. Guðrún Erlendsdóttir er þeirra elst eða 68 ára, næstur kemur Hrafn Bragason sem er 66 ára og Garðar Gíslason sem er 62 ára. Ekkert þeirra hefur gefið út þá yfirlýsingu að þau hyggist láta af störfum. Staða Péturs Kr Hafstein verður væntanlega auglýst í sumar og Dómsmálaráðherra skipar svo í stöðuna eftir umsögn Hæstaréttar. Ólafur Börkur Þorvaldsson var síðast skipaður í embætti, en þar á undan í þessari röð Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr sem nú er að hætta. Sjö sóttu um stöðuna sem Ólafur Börkur Þorvaldsson fékk í fyrra: héraðsdómararnir Hjördís Hákonardóttir, Eggert Óskarsson og Allan Vagn Magnússon; hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall, Jakob R. Möller og Sigrún Guðmundsdóttir, og Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Eftir stöðuveitingunni urðu til kærumál og dómsmálaráðherra fékk bágt fyrir, bæði hjá Umboðsmanni alþingis og kærunefnd jafnréttismála. Það er því spennandi að sjá hvort þeir sem urðu svekktir frá að hverfa, sæki um aftur nú. Þá hafa fleiri verið orðaðir við Hæstarétt, meðal annars Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður en hann hefur aldrei sótt um slíka stöðu. Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar í Hæstarétti á næstu árum. Einn dómari á besta aldri hefur tilkynnt að hann ætli að láta af störfum og þrír aðrir eru að komast á aldur. Í Hæstarétti sitja níu dómarar. Pétur Kr. Hafstein hefur nú lýst því yfir að hann ætli að láta af störfum 1.október og verður staða hans væntanlega auglýst á næstunni. Hæstaréttardómarar geta setið í embætti þar til sjötugsaldri er náð. Þá geta þeir hætt sextíu og fimm ára og haldið fullum eftirlaunum og fyrir því eru mörg fordæmi. Sumir kjósa svo að hætta fyrr og halda hluta eftirlauna líkt og Pétur Kr. Hafstein. Af þeim átta sem eftir eru eru þrír að komast á aldur. Guðrún Erlendsdóttir er þeirra elst eða 68 ára, næstur kemur Hrafn Bragason sem er 66 ára og Garðar Gíslason sem er 62 ára. Ekkert þeirra hefur gefið út þá yfirlýsingu að þau hyggist láta af störfum. Staða Péturs Kr Hafstein verður væntanlega auglýst í sumar og Dómsmálaráðherra skipar svo í stöðuna eftir umsögn Hæstaréttar. Ólafur Börkur Þorvaldsson var síðast skipaður í embætti, en þar á undan í þessari röð Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr sem nú er að hætta. Sjö sóttu um stöðuna sem Ólafur Börkur Þorvaldsson fékk í fyrra: héraðsdómararnir Hjördís Hákonardóttir, Eggert Óskarsson og Allan Vagn Magnússon; hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall, Jakob R. Möller og Sigrún Guðmundsdóttir, og Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Eftir stöðuveitingunni urðu til kærumál og dómsmálaráðherra fékk bágt fyrir, bæði hjá Umboðsmanni alþingis og kærunefnd jafnréttismála. Það er því spennandi að sjá hvort þeir sem urðu svekktir frá að hverfa, sæki um aftur nú. Þá hafa fleiri verið orðaðir við Hæstarétt, meðal annars Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður en hann hefur aldrei sótt um slíka stöðu.
Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira