Erlent

Guðrún Gísladóttir hífð upp?

Búist er við að norska Stórþingið taki í dag afstöðu til tillögu Verkamannaflokksins um að fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir verði híft upp og fjarlægt af hafsbotni við Lófóten. Tvö ár eru liðin frá því skipið sökk á svæðinu. Mikill meirihluti þingmanna hefur lýst yfir stuðningi við tillöguna en Svein Ludvigsen sjávarútvegsráðherra sagði fyrir nokkrum dögum að ekki yrðu gerðar frekari björgunartilraunir með skipið vegna skemmda. Hill Marta Solberg, varaformaður norska Verkamannaflokksins sem bar fram tillöguna, segir gríðarlega mikið í húfi því verði skipið ekki híft upp er verðmætum fiskimiðum stefnt í hættu. Solberg hefur gagnrýnt Ludvigsen harðlega fyrir að virða ekki ósk meirihluta Stórþingsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×