Innlent

Fann kannabis á dvalarstað

Kona um fertugt var tekin á Selfossi í fyrrakvöld grunuð um að aka undir áhrifum lyfja eða fíkniefna. Í kjölfarið var gerð húsleit á dvalarstað konunnar og fundust þar sautján grömm af kannabis. Konan gisti fangageymslur lögreglunnar á Selfossi en var sleppt að loknum yfirheyrslum í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×