Innlent

Rúmlega 1000 undirskriftir

Átakshópurinn gegn færslu Hringbrautar hefur ákveðið að halda úti yfirstandandi undirskriftasöfnun til miðnættis 21. júní á forsíðu www.mbl.is og www.tj44.net/hringbraut/. Nú eru 1.020 framsýnir einstaklingar búnir að skrifa sig á undirskriftalistann, að því er segir í frétt frá hópnum, þar sem þess er óskað að Hringbrautarfærslan verið borin undir atkvæði borgarbúa. Undirskriftasöfnuninni átti að ljúka í dag en sú ákvörðun var tekin áður en umræðan um fjölmiðlafrumvarpið fór í gang. Öll önnur mál féllu þá í skuggann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×