Sleipar á svellinu 19. nóvember 2004 00:01 "Það kemur einfaldlega ekki til mála að láta Íslandsmeistaratitilinn af hendi og því munum við vinna þennan leik í kvöld," segir fyrirliði Skautafélags Akureyrar, Birna Baldursdóttir, kjarnyrt fyrir leikinn í kvöld. Norðanstelpurnar hafa nánast verið með Íslandsmeistaratitilinn í áskrift undanfarin ár og að því leyti fetað sama stíg og karlalið SA sem enn þann dag í dag á í vandræðum með að koma öllum verðlaunabikurum sínum fyrir með góðu móti. <B>Allhvasst að norðan<P> Leikur liðanna í kvöld er önnur viðureign þeirra á þessu tímabili en alls eigast þau við sex sinnum í vetur. Fyrsta leikinn sigraði Skautafélag Akureyrar 7-3, að því er virðist nokkuð auðveldlega, en þegar tölfræði leiksins er skoðuð kemur í ljós að fram í þriðja og síðasta leikhluta var staðan jöfn 2-2. Hrafnhildur Ýr Ólafsdóttir, fyrirliði Bjarnarins, segir þau úrslit enga þýðingu hafa fyrir leikinn í kvöld. "Við áttum í fullu tré við þær í síðasta leik en þar sem við erum með ungt og tiltölulega óreynt lið þá var ákveðið að senda óreyndan markvörð á ísinn í síðasta leikhluta. Það kostaði okkur leikinn en í staðinn fékk markvörðurinn okkar örlitla reynslu og öðruvísi er ekki hægt að verða sér úti um hana. Það hafa verið örar breytingar hjá hópnum milli ára og þar sem leikir eru fáir þá höfum við tekið þann pól í hæðina að leyfa öllum að spila og vonandi með því móti skapa enn betra lið í framtíðinni." Hvað leikinn í kvöld varðar þá er Hrafnhildur með öllu óhrædd og blæs á yfirlýsingar fyrirliða SA um að Björninn tapi leiknum. "Þetta er vindur um mín eyru og ómarktækt með öllu. Þetta er okkar heimavöllur og þar liggjum við ekki fyrr en í fulla hnefana. Ég held að þegar upp er staðið þurfi hún að kyngja þessum orðum sínum. Við sigrum þennan leik." <B>Björninn unninn<P> Óhætt er að fullyrða að félög að norðan hafa í langan tíma drottnað í íshokkíheiminum á Íslandi. Um tíma var það nánast svo að íslenska landsliðið í greininni var sama lið og spilaði fyrir SA þess utan. Stelpurnar hafa ekki látið sitt eftir liggja til að fylgja fordæmi karlanna og hefur Íslandsmeistaratitillinn síðustu þrjú árin endað þeim í greipum. Birna Baldursdóttir er ekki í neinum vafa um að lið hennar fer með öll stigin sem í boði eru í Egilshöll í kvöld. "Við leggjum ekkert út í svona ferðalög til að koma til baka tómhentar og miðað við fyrsta leikinn þá yrði það áfall ef það tekst ekki. Sigur er dagskipunin." Birna hefur ekki spilað ýkja lengi með SA en kolféll fyrir íþróttinni þegar hún prófaði fyrst. Hún spilar einnig blak með liði KA sem er efst í 1. deild kvenna í þeirri grein. "Það er engin vafi á því að íshokkí er skemmtilegasta íþrótt sem hægt er að spila og reyndar að horfa á líka því hraðinn er svo mikill. Það er aldrei dauð stund í íshokkíi eins og oft er raunin í öðrum greinum. Það hjálpar að sjálfssögðu til að okkur hefur gengið vel undanfarin ár þrátt fyrir að liðið hafi tekið breytingum milli ára. En fleiri og fleiri stelpur sýna því áhuga á að æfa með okkur og þær virðast ekki setja fyrir sig að þetta getur verið kostnaðarsamt til að byrja með. Skautar og aðrar græjur sem til þarf geta kostað einhvers staðar á bilinu 30 - 50 þúsund krónur. Þá eru eftir æfingagjöld og ferðakostnaður." <B>Harðari reglur hjá stelpunum<P> Reglur í kvennadeildinni eru mun harðari en hjá körlunum og gilda þar sömu reglur og annars staðar í heiminum hvað það varðar. Íshokkí er ein af hættulegri hópíþróttum sem fyrirfinnast og meiðsl algeng, sérstaklega þegar komið er í atvinnumannadeildir erlendis. Hrafnhildur segir að auðvitað kitli alltaf að taka alvöru slag á svellinu eins og oft sést þegar karlarnir spila sína leiki en það sé góð og gild ástæða fyrir því að meðal kvennanna sé harðar tekið á slíku. "Við erum líkamlega ekki eins sterkar og það er mun meiri hætta á beinbrotum ef okkur lendir saman en strákunum. Sérstaklega eru mjaðmirnar viðkvæmar og þess vegna spilum við ekki eins hart en svo er það reyndar undir hverjum og einum dómara komið hversu hart hann tekur á slíkum brotum. Stöku sinnum er hægt að taka aðeins á andstæðingnum og það er bara gaman." Fyrir leikinn í kvöld eru þó allar stelpur í báðum liðum heilar og klárar í leikinn sem hefst kl. 18.15 í kvöld. albert@frettabladid.is Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira
"Það kemur einfaldlega ekki til mála að láta Íslandsmeistaratitilinn af hendi og því munum við vinna þennan leik í kvöld," segir fyrirliði Skautafélags Akureyrar, Birna Baldursdóttir, kjarnyrt fyrir leikinn í kvöld. Norðanstelpurnar hafa nánast verið með Íslandsmeistaratitilinn í áskrift undanfarin ár og að því leyti fetað sama stíg og karlalið SA sem enn þann dag í dag á í vandræðum með að koma öllum verðlaunabikurum sínum fyrir með góðu móti. <B>Allhvasst að norðan<P> Leikur liðanna í kvöld er önnur viðureign þeirra á þessu tímabili en alls eigast þau við sex sinnum í vetur. Fyrsta leikinn sigraði Skautafélag Akureyrar 7-3, að því er virðist nokkuð auðveldlega, en þegar tölfræði leiksins er skoðuð kemur í ljós að fram í þriðja og síðasta leikhluta var staðan jöfn 2-2. Hrafnhildur Ýr Ólafsdóttir, fyrirliði Bjarnarins, segir þau úrslit enga þýðingu hafa fyrir leikinn í kvöld. "Við áttum í fullu tré við þær í síðasta leik en þar sem við erum með ungt og tiltölulega óreynt lið þá var ákveðið að senda óreyndan markvörð á ísinn í síðasta leikhluta. Það kostaði okkur leikinn en í staðinn fékk markvörðurinn okkar örlitla reynslu og öðruvísi er ekki hægt að verða sér úti um hana. Það hafa verið örar breytingar hjá hópnum milli ára og þar sem leikir eru fáir þá höfum við tekið þann pól í hæðina að leyfa öllum að spila og vonandi með því móti skapa enn betra lið í framtíðinni." Hvað leikinn í kvöld varðar þá er Hrafnhildur með öllu óhrædd og blæs á yfirlýsingar fyrirliða SA um að Björninn tapi leiknum. "Þetta er vindur um mín eyru og ómarktækt með öllu. Þetta er okkar heimavöllur og þar liggjum við ekki fyrr en í fulla hnefana. Ég held að þegar upp er staðið þurfi hún að kyngja þessum orðum sínum. Við sigrum þennan leik." <B>Björninn unninn<P> Óhætt er að fullyrða að félög að norðan hafa í langan tíma drottnað í íshokkíheiminum á Íslandi. Um tíma var það nánast svo að íslenska landsliðið í greininni var sama lið og spilaði fyrir SA þess utan. Stelpurnar hafa ekki látið sitt eftir liggja til að fylgja fordæmi karlanna og hefur Íslandsmeistaratitillinn síðustu þrjú árin endað þeim í greipum. Birna Baldursdóttir er ekki í neinum vafa um að lið hennar fer með öll stigin sem í boði eru í Egilshöll í kvöld. "Við leggjum ekkert út í svona ferðalög til að koma til baka tómhentar og miðað við fyrsta leikinn þá yrði það áfall ef það tekst ekki. Sigur er dagskipunin." Birna hefur ekki spilað ýkja lengi með SA en kolféll fyrir íþróttinni þegar hún prófaði fyrst. Hún spilar einnig blak með liði KA sem er efst í 1. deild kvenna í þeirri grein. "Það er engin vafi á því að íshokkí er skemmtilegasta íþrótt sem hægt er að spila og reyndar að horfa á líka því hraðinn er svo mikill. Það er aldrei dauð stund í íshokkíi eins og oft er raunin í öðrum greinum. Það hjálpar að sjálfssögðu til að okkur hefur gengið vel undanfarin ár þrátt fyrir að liðið hafi tekið breytingum milli ára. En fleiri og fleiri stelpur sýna því áhuga á að æfa með okkur og þær virðast ekki setja fyrir sig að þetta getur verið kostnaðarsamt til að byrja með. Skautar og aðrar græjur sem til þarf geta kostað einhvers staðar á bilinu 30 - 50 þúsund krónur. Þá eru eftir æfingagjöld og ferðakostnaður." <B>Harðari reglur hjá stelpunum<P> Reglur í kvennadeildinni eru mun harðari en hjá körlunum og gilda þar sömu reglur og annars staðar í heiminum hvað það varðar. Íshokkí er ein af hættulegri hópíþróttum sem fyrirfinnast og meiðsl algeng, sérstaklega þegar komið er í atvinnumannadeildir erlendis. Hrafnhildur segir að auðvitað kitli alltaf að taka alvöru slag á svellinu eins og oft sést þegar karlarnir spila sína leiki en það sé góð og gild ástæða fyrir því að meðal kvennanna sé harðar tekið á slíku. "Við erum líkamlega ekki eins sterkar og það er mun meiri hætta á beinbrotum ef okkur lendir saman en strákunum. Sérstaklega eru mjaðmirnar viðkvæmar og þess vegna spilum við ekki eins hart en svo er það reyndar undir hverjum og einum dómara komið hversu hart hann tekur á slíkum brotum. Stöku sinnum er hægt að taka aðeins á andstæðingnum og það er bara gaman." Fyrir leikinn í kvöld eru þó allar stelpur í báðum liðum heilar og klárar í leikinn sem hefst kl. 18.15 í kvöld. albert@frettabladid.is
Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira