Sport

Kvennalandsliðið til Póllands

Íslenska kvennlandsliðið í handknattleik er á leið til Kielce í Póllandi þar sem þær taka þátt í undankeppni HM 23.-28. nóvember. Það verður ekki auðvelt verk fyrir stúlkurnar að tryggja sér sæti á HM því riðillinn sem þær spila í er geysisterkur. Ásamt liði heimamanna eru í riðlinum Tyrkir, Slóvakía, Makedónía og Litháen. Stefán Arnarsson landsliðsþjálfari valdi í vikunni 16 manna leikmannahóp sem fer til Póllands en þess má geta að tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×