Sport

Bikarkeppnin í sundi í kvöld

Bikarkeppni Sundsambands Íslands hefst í kvöld í Sundhöll Reykjavíkur. Keppni fer fram í 1. og 2. deild. Bikarkeppnin er liðakeppni þar sem hvert lið má senda tvo keppendur í hverja grein og hver sundmaður má að hámarki synda þrjár greinar. Fjöldi liða í 1. deild er sex og fjórtán lið eru skráð til keppni í 2. deild. Nær allt besta sundfólk landsins tekur þátt í mótinu. IRB hefur orðið bikarmeistari sl. tvö ár en Ægir og Sundfélag Hafnarfjarðar auk IRB munu án efa berjast um titilinn í 1. deild. Mótið hefst í kvöld klukkan 19.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×