Sport

Iordanescu segir af sér

Anghel Iordanescu hefur sagt af sér sem langsliðsþjálfari Rúmeníu í knattspyrnu. Iordanescu, sem stýrði Rúmenum í átta liða úrslit á HM 1994, tilkynnti afsögn sína í kjölfar 1-1 jafnteflis við Armeníu á miðvikudaginn. Iordanescu, sem tók við Rúmenum í annað skipti árið 2002 en náði ekki að koma þeim á EM 2004, hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að eyða of miklum tíma í pólitík, en hann er vel virkur á því sviði. Hann skrifaði undir nýjan samning í september, en eftir að lélegan árangur undanfarið hefur rúmenska knattspyrnusambandið þrýst á hann að segja af sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×