Sport

Ólafur Páll í FH

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Páll Snorrason mun skrifa undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara FH fyrir helgi. Þetta staðfesti Ólafur í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann hafnaði samningstilboði frá Fylki sem hann hefur leikið með síðustu ár. "Fylkir bauð mér samning en þá var FH búið að hringja. Ég sagði við Fylkismenn að ég væri spenntur fyrir því að ræða við FH-ingana," sagði Ólafur Páll í gær. "Ég er bara mjög spenntur fyrir því að spila með FH og mun skrifa undir samning við þá fyrir helgi. FH er það besta sem er í boði í dag og það er bjartir tímar fram undan," sagði Ólafur Páll Snorrason sem verður orðinn FH-ingur fyrir helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×