Erlent

20 látnir eftir Ivan

Að minnsta kosti tuttugu manns létust þegar fellibylurinn Ivan gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Fellibylurinn olli þó minni skaða en óttast hafði verið. Vindhraði Ivans var tvö hundruð og níu kílómetrar á klukkustund þegar hann gekk yfir ríkin við Mexíkóflóann. Til samanburðar komst vindhraðinn í kviðum upp í 180 kílómetra þegar illviðrið gekk yfir sunnanvert Ísland í fyrrinótt. Vatn flæddi um götur og hús rifnuðu í sundur en um tvær milljónir manna flúðu heimili sín áður en fellibylurinn skall á. Tryggingasérfræðingar telja að tjónið sé upp á þrjár til tíu billjónir bandaríkjadollara. Þrettán hinna látnu voru í Florida. Fellibylurinn Jeanne er nú að sækja í sig veðrið á Karíbahafinu og því virðist ekkert lát ætla að verða á þeirri holskeflu fellibylja, sem gengið hefur yfir undanfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×