Erlent

Aznar með hreina samvisku

Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, sakar Sósíalistaflokkinn um að hafa nýtt sér sprengjuárásina í Madríd í mars til að ná völdum í landinu. Aznar segir að hann og fyrrverandi stjórn hans hafi alveg hreina samvisku gagnvart árásunum. "Samviska hinna sem nýttu sér þennan atburð til að komast til valda getur varla verið hrein," segir Aznar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, leiðtogi Sósíalistaflokksins og núverandi forsætisráðherra, sigraði í kosningunum sem voru haldnar fáeinum dögum eftir árásirnar 11. mars. Talið er að gagnrýni hans á stjórnvöld vegna árásanna hafi haft mikið að segja sem og afstaða hans gagnvart stríðinu í Írak, sem hann er algjörlega mótfallinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×