Erlent

Myrti barnunga bræður

Fertugur karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa numið tvo unga bræður á brott og myrt þá. Lík annars bróðurins, hins fjögurra ára gamla Kazuto, fannst á árbakka í gær stutt frá þeim stað þar sem lík þriggja ára gamals bróður hans, Hayato, hafði fundist nokkru áður. Sá sem grunaður er um morðið bjó með piltunum og föður þeirra. Hann er sagður hafa verið ósáttur við fyrirkomulagið og er talið að hann hafi oft beitt þá ofbeldi áður en hann rændi þeim og henti fram af brú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×