Erlent

Blóðug borgarastyrjöld möguleg

Blóðug borgarastyrjöld gæti brotist út í Súdan, leysist friðarviðræður stjórnvalda og aðskilnaðarsinna upp. Þetta er mat æðsta fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Súdan. Hann óttast að ástandið yrði þá sambærilegt við hörmungarnar í Sómalíu. Rud Lübbers, yfirmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sagði hins vegar í viðtali við BBC að réttast væri að veita Darfúr meiri sjálfstjórn til að binda enda á grimmdarverkin sem þar hafa verið framin undanfarið eitt og hálft ár. Talið er að fimmtíu þúsund hafi fallið í átökum í héraðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×