Erlent

Grátbað stjórnina um miskunn

Utanríkisráðherra Breta segir að breska ríkisstjórnin reyni allt sem í hennar valdi standi til að reyna að tryggja lausn breska gíslsins, Ken Bigley. Breskir ráðamenn hafa þó útilokað með öllu að semja eða ræða beint við öfgahópinn sem heldur honum föngnum. Tveir bandarískir félagar Bigleys hafa verið teknir af lífi og mjög er óttast um líf hans. Móðir hans kom fram í sjónvarpi í gær og grátbað bresk yfirvöld að sýna miskunn. „Hjálpið syni mínum,“ grátbað Lil Bigley, sem er áttatíu og sex ára gömul. „Hann er bara verkamaður sem vildi vinna fyrir fjölskyldu sinni.“ Á myndinni er Lil Bigley, móðir Kens, á milli hinna sona sinna, Stanleys og Philips, þegar hún flutti sjónvarpsávarpið í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×