Erlent

Ættu að draga úr áhyggjum

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sagði að Íran ætti að gera ráðstafanir til þess að draga úr alþjóðlegum áhyggjum af kjarnorkuáætlunum þeirra. Lavrov, sem talaði við fréttastofuna Interfax, sagði að Íran ætti að staðfesta uppkast að samningi síðasta árs sem tekur á auknu eftirliti IAEA (International Atomic Energy Agency), sem er einskonar kjarnorku-"varðhundur" Sameinuðu Þjóðanna. "IAEA vill sjá meiri ráðstafanir frá Íran við að efla traust í þeirra garð vegna kjarnorkumála," sagði Lavrov. IAEA er að rannsaka nærri tvo áratugi af leynilegri kjarnorkustarfsemi í Íran. Írönsk stjórnvöld halda því fram að starfsemi þeirra sé ætluð til að framleiða rafmagn en Bandaríkin segja hana tengda vopnaframleiðslu. IAEA ákvað á fundi í síðasta mánuði að allri starfsemi tengdri auðgun úraníum skyldi hætt, tækni sem gæti verið notuð til að framleiða vopn. Rússland hefur ítrekað lagt áherslu á rétt Írans til að þróa friðlegar kjarnorkuáætlanir, en Moskva hefur hvatt Íran til að hætta öllum tilraunum til auðgunar á úraníum, til að byggja upp góðvild rannsóknarmanna Sameinuðu Þjóðanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×