Erlent

Bandaríkjaher umkringir Falluja

Bandarískir hersveitir eru búnar að umkringja borgina Falluja og bandarískar herflugvélar gerðu loftárásir á svæði uppreisnarmanna um helgina. Staðfest hefur verið að þrír borgarar hafi látist í átökunum í gær en óttast er að þeir hafi verið mun fleiri. Bandaríski herinn hefur gengið hart fram í Falluja síðan það slitnaði upp úr friðarviðræðum íraskra stjórnvalda við uppreisnarmenn á fimmtudaginn. Leiðtogar uppreisnarmanna neituðu þá að framselja útlenda hryðjuverkamenn til íraskra stjórnvala þar á meðal Jórdanann Abu Musab al-Zarqawi. Írösk Stjórnvöld telja að al-Zarqawi sé í Falluja en leiðtogar uppreisnarmanna þverneita því. Barist er víða í Írak og í gær létust níu íraskir lögreglumenn sem voru nýkomnir úr æfingabúðum í Jórdaníu í borginni Latifiyah. Árásarmennirnir náðu að komast í burtu. Latifiyah er á svæði suður af Bagdad þar sem mannrán og skyndiárásir uppreisnarmanna eru algengar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×