Íþróttamolar 30. desember 2004 00:01 Arsenal er enn fimm stigum á eftir Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið bar sigurorð af Newcastle, 1-0, á St. Jame´s Park á miðvikudagskvöldið. Það var Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal sem skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks en leikmenn Arsenal voru heppnir að sleppa burtu frá Newcastle með þrjú stig. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði síðari æfingaleik sínum gegn því enska, 66-63, í Sheffield á miðvikudagskvöldið. Íslenska liðið náði sér ekki á strik í leiknum og tókst ekki að fylgja eftir góðum sigri í fyrri leiknum. Hin unga Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 24 stig, Birna Valgarðsdóttir skoraði 23 stig en þessar tvær báru af í íslenska liðinu. Kristinn Friðriksson, sem var rekinn sem þjálfari Grindavíkur í Intersportdeildinni fyrir skömmu, hefur skipt yfir í Tindastól. Kristinn sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði ekki ákveðið hvort hann myndi spila með Tindastóli en sagði það þó ljóst að hann myndi ekki spila með öðru liði á Íslandi. "Ég mun taka ákvörðun áður en deildin hefst að nýju í janúar," sagði Kristinn. Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum fæddum 1986 og síðar hafnaði í þriðja sæti á Hela Cup í Þýskalandi sem lauk í gær. Íslenska liðið bar sigurorð af Slóvakíu, 36-28, í leik um þriðja sæti. Sigfús Sigfússon var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk og Andri Stefánsson skoraði sex mörk og þeir Fannar Þór Friðgeirsson og Elvar Friðriksson skoruðu fimm mörk hvor. Spænski framherjinn Fernando Morientes segist vilja ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool á nýju ári. Morientes er orðinn þreyttur á bekkjarsetunni hjá Real Madrid og segist vilja fara til Liverpool þar sem þjálfari liðsins, Rafael Benitez, sé spænskur og þekki hann vel. "Ég vil ekki segja meira en það að ég er farinn að líta í enska orðabók," sagði Morientes. Brasilíski þjálfarinn Wanderley Luxemburgo, sem gerði Santos að brasilískum meisturum fyrir skömmu, hefur verið ráðinn þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid í stað Mariano Garcia Ramon sem hefur stjórnað liðinu síðan í byrjun tímabilsins með misjöfnum árangri eftir að Jose Antonio Camacho hætti eftir aðeins þrjár vikur. "Ég er búinn að skrifa undir eins og hálfs árs samning og byrja strax," sagði Luxemburgo. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa hafnað því að taka við Liverpool síðasta sumar þar sem hann var enn þjálfari Porto. "Forráðamenn félagsins höfðu samband við mig daginn fyrir úrslitaleik Porto og Mónakó í meistaradeildinni en ég vildi ekki hugsa um neitt annað starf fyrir þennan leik," sagði Mourinho. Liverpool réð Spánverjann Rafael Benitez í staðinn en Mourinho fór til Chelsea. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira
Arsenal er enn fimm stigum á eftir Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið bar sigurorð af Newcastle, 1-0, á St. Jame´s Park á miðvikudagskvöldið. Það var Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal sem skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks en leikmenn Arsenal voru heppnir að sleppa burtu frá Newcastle með þrjú stig. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði síðari æfingaleik sínum gegn því enska, 66-63, í Sheffield á miðvikudagskvöldið. Íslenska liðið náði sér ekki á strik í leiknum og tókst ekki að fylgja eftir góðum sigri í fyrri leiknum. Hin unga Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 24 stig, Birna Valgarðsdóttir skoraði 23 stig en þessar tvær báru af í íslenska liðinu. Kristinn Friðriksson, sem var rekinn sem þjálfari Grindavíkur í Intersportdeildinni fyrir skömmu, hefur skipt yfir í Tindastól. Kristinn sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði ekki ákveðið hvort hann myndi spila með Tindastóli en sagði það þó ljóst að hann myndi ekki spila með öðru liði á Íslandi. "Ég mun taka ákvörðun áður en deildin hefst að nýju í janúar," sagði Kristinn. Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum fæddum 1986 og síðar hafnaði í þriðja sæti á Hela Cup í Þýskalandi sem lauk í gær. Íslenska liðið bar sigurorð af Slóvakíu, 36-28, í leik um þriðja sæti. Sigfús Sigfússon var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk og Andri Stefánsson skoraði sex mörk og þeir Fannar Þór Friðgeirsson og Elvar Friðriksson skoruðu fimm mörk hvor. Spænski framherjinn Fernando Morientes segist vilja ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool á nýju ári. Morientes er orðinn þreyttur á bekkjarsetunni hjá Real Madrid og segist vilja fara til Liverpool þar sem þjálfari liðsins, Rafael Benitez, sé spænskur og þekki hann vel. "Ég vil ekki segja meira en það að ég er farinn að líta í enska orðabók," sagði Morientes. Brasilíski þjálfarinn Wanderley Luxemburgo, sem gerði Santos að brasilískum meisturum fyrir skömmu, hefur verið ráðinn þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid í stað Mariano Garcia Ramon sem hefur stjórnað liðinu síðan í byrjun tímabilsins með misjöfnum árangri eftir að Jose Antonio Camacho hætti eftir aðeins þrjár vikur. "Ég er búinn að skrifa undir eins og hálfs árs samning og byrja strax," sagði Luxemburgo. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa hafnað því að taka við Liverpool síðasta sumar þar sem hann var enn þjálfari Porto. "Forráðamenn félagsins höfðu samband við mig daginn fyrir úrslitaleik Porto og Mónakó í meistaradeildinni en ég vildi ekki hugsa um neitt annað starf fyrir þennan leik," sagði Mourinho. Liverpool réð Spánverjann Rafael Benitez í staðinn en Mourinho fór til Chelsea.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira