Erlent

Evrópa verður að aðstoða

"Evrópuríki verða að koma að fjármögnun og aðstoða við flutninga afrískra friðargæsluliða sem á að senda til Darfur", sagði Jan Pronk sem hefur tekið saman skýrslu um ástandið í Darfur-héraði í Súdan fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Afríkusambandið hefur samþykkt að senda nokkur þúsund hermenn til Darfur til að sporna gegn óöldinni sem hefur kostað tugþúsundir íbúa héraðsins lífið. Evrópusambandið hefur þegar heitið aðstoð en ekki útskýrt í hverju hún verði fólgin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×