Erlent

Réðst á flugáhöfn með exi

Norður-Afrískur maður gekk berserksgang í norskri flugvél í morgun. Hann réðst á áhöfn og farþega með exi þegar vélin hóf aðflug að flugvellinum í Bodö. Þrír voru fluttir á sjúkrahús með höfuðáverka eftir atganginn en þeir eru ekki alvarlega slasaðir. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en hann var handtekinn á flugvellinum og er nú í yfirheyrslu. Exin mun tilheyra staðalútbúnaði vélar af þessu tagi en hún er tuttugu sæta skrúfuþota flugfélagsins Kato Air. Ekki er vitað hversu margir farþegar voru um borð í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×