Erlent

Líbía lofar að greiða skaðabætur

Líbíustjórn hefur lofað að greiða fórnarlömbum hryðjuverkasprengingar í Berlín árið 1986 skaðabætur og segist hafa greitt fyrsta hluta þeirra. Lögfræðingar fórnarlambanna kannast hins vegar ekkert við að bætur hafi verið greiddar. Árásin var gerð á diskótekið La Belle sem var vinsæll áfangastaður bandarískra hermanna í Vestur-Berlín. Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu árið 2001 að líbískir leyniþjónustumenn hefði verið að verki en tveir hermenn og tyrknesk kona fórust í árásinni, auk þess sem tvö hundruð slösuðust. Myndin er af Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×