Innlent

Margir þjásta af kvíða um jólin

Atvinnumissir, hjónaskilnaður og fjárhagsvandi getur valdið miklum kvíða hjá fólki, ekki síst nú fyrir hátíðarnar. Samtök gegn kvíða ætla að halda sérstakan fund fyrir jólin til að fólk finni til samkenndar og geti rætt allt sem því liggur á hjarta. EA samtökin, eða Emotions Anonymous, starfa eftir sömu hugmyndafræði og AA samtökin. Unnið er eftir Tólf spora kerfi en í stað áfengis er það andleg vanlíðan sem félagar í samtökunum takast á við. Fundað er vikulega í borginni, en að þessu sinni þykir ástæða til að halda opinn fund í aðdraganda jólanna. Fundurinn, sem haldinn verður kórsal Hallgrímskirkju, hefst klukkan fjögur á morgun, en hann er öllum opinn og verður nafnleyndar gætt. Kristbjörg Árnadóttir, talsmaður EA-samtakanna, segir að fundurinn sé tileinkaður jólakvíðanum. Þótt mörgum finnist það skrýtið, séu fjölmargir þættir sem geti valdið fólki kvíða um jólin. Erfitt sé að henda reiður á það hve margir þjáist af kvíða, enda skammist fólk sín fyrir hann, en vitað sé um fjölda fólks sem þjáist af kvíða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×