Innlent

Hækkunin meiri en ráðherra segir

Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir hækkun raforkuverðs vegna nýrra raforkulaga meiri en iðnaðaráðherra geri ráð fyrir. Valgerður Sverrisdóttir segir útreikninga Orkustofnunar sýna að Orkuveitan þurfi ekki að hækka verðið nema um eitt prósent. Í fréttum á mánudag var greint frá pistli Valgerðar Sverrisdóttur sem sakaði stjórnarformann Hitaveitu Suðurnesja um að undirbúa hækkun raforkuverðs á fölskum forsendum. Ellert Eiríksson hafði sagt að hækkun vegna nýrra raforkulaga yrði um tíu prósent, en Valgerður sagði sína útreikninga benda til þess að hitaveitan þyrfti að hækka um þrjú prósent. Því var Ellert ekki sammála og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er heldur ekki sammála Valgerði. Hann segir útreikninga hennar ekki samræmast útreikingum Orkuveitunnar, enda séu þeir byggðir á fyrirfram gefnum forsendum, sem ekki sé víst að standist. Hann segist ekki geta betur séð en að greiðslur Orkuveitunnar til Landsvirkjunar muni aukast um 3-400 milljónir á ári eða 5-7% af tekjum vegna rafmagnssölu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×