Fischer fær dvalarleyfi 15. desember 2004 00:01 Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, dvalarleyfi og hafa fyrirskipað sendiráði Íslands í Japan að hjálpa honum við að komast hingað ef hann þekkist boðið. Fischer er nú haldið í innflytjendabúðum í Japan meðan skorið er úr um stöðu hans þar og Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að hann verði handtekinn vegna brota á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu fyrir að tefla þar á tímum borgarastríðsins á síðasta áratug. Ákvörðunin um dvalarleyfi Fischers var tilkynnt í gær, sama dag og James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, var kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu. Þar mun hann hafa sagt að málið væri á forræði bandaríska dómsmálaráðuneytisins en að utanríkisráðuneytið skipti sér ekki af því. Hvorki Gadsden né Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildu tjá sig um málið í gær. Gadsden vildi eftirláta íslenskum stjórnvöldum að fjalla um málið og Davíð vildi ekki tjá sig um ákvörðunina. "Ég er náttúrlega stórkostlega ánægður yfir þessu þori og dug ríkisstjórnarinnar," segir Sæmundur Pálsson, vinur Bobby Fischer og fyrrum lögreglumaður. "Þetta var ósk mín og von en það er framar björtustu vonum að það skarið sé tekið af svona fljótt og vel. "Ég hef alltaf verið aðdáandi Davíðs fyrir greind og ákveðni sem stjórnmálamanns. Það minnkar ekki við þetta," segir Sæmundur, sem spurði fulltrúa japanskra stjórnvalda í gær hvort Fischer gæti haldið til Íslands strax eða þyrfti að bíða niðurstöðu í máli sínu eftir rúman mánuð. Svör við því ættu að berast öðru hvoru megin helgarinnar. Hrafn Jökulsson, varaformaður Skáksambands Íslands, var hæstánægður með tíðindin. "Þetta eru ánægjulegar stórfréttir sem munu vekja mikla athygli um allan heim, langt út fyrir skákhreyfinguna. Þetta sýnir líka hið sérstaka samband á milli þessa sérkennilega snillings og íslensku þjóðarinnar. Íslendingar voru kannski eina þjóðin sem gat tekið af skarið með þessum hætti." Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að enn hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvers konar dvalarleyfi Fischer fái, almennt eða á grundvelli mannúðarástæðna. Georg sagði að það yrði ákveðið þegar Fischer kæmi hingað og áréttaði að ekki væri um pólitískt hæli að ræða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, dvalarleyfi og hafa fyrirskipað sendiráði Íslands í Japan að hjálpa honum við að komast hingað ef hann þekkist boðið. Fischer er nú haldið í innflytjendabúðum í Japan meðan skorið er úr um stöðu hans þar og Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að hann verði handtekinn vegna brota á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu fyrir að tefla þar á tímum borgarastríðsins á síðasta áratug. Ákvörðunin um dvalarleyfi Fischers var tilkynnt í gær, sama dag og James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, var kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu. Þar mun hann hafa sagt að málið væri á forræði bandaríska dómsmálaráðuneytisins en að utanríkisráðuneytið skipti sér ekki af því. Hvorki Gadsden né Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildu tjá sig um málið í gær. Gadsden vildi eftirláta íslenskum stjórnvöldum að fjalla um málið og Davíð vildi ekki tjá sig um ákvörðunina. "Ég er náttúrlega stórkostlega ánægður yfir þessu þori og dug ríkisstjórnarinnar," segir Sæmundur Pálsson, vinur Bobby Fischer og fyrrum lögreglumaður. "Þetta var ósk mín og von en það er framar björtustu vonum að það skarið sé tekið af svona fljótt og vel. "Ég hef alltaf verið aðdáandi Davíðs fyrir greind og ákveðni sem stjórnmálamanns. Það minnkar ekki við þetta," segir Sæmundur, sem spurði fulltrúa japanskra stjórnvalda í gær hvort Fischer gæti haldið til Íslands strax eða þyrfti að bíða niðurstöðu í máli sínu eftir rúman mánuð. Svör við því ættu að berast öðru hvoru megin helgarinnar. Hrafn Jökulsson, varaformaður Skáksambands Íslands, var hæstánægður með tíðindin. "Þetta eru ánægjulegar stórfréttir sem munu vekja mikla athygli um allan heim, langt út fyrir skákhreyfinguna. Þetta sýnir líka hið sérstaka samband á milli þessa sérkennilega snillings og íslensku þjóðarinnar. Íslendingar voru kannski eina þjóðin sem gat tekið af skarið með þessum hætti." Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að enn hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvers konar dvalarleyfi Fischer fái, almennt eða á grundvelli mannúðarástæðna. Georg sagði að það yrði ákveðið þegar Fischer kæmi hingað og áréttaði að ekki væri um pólitískt hæli að ræða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira