Innlent

Kálfaskortur í nautastöð

Framboð á nautkálfum til Nautastöðvar BÍ í Þorleifskoti hefur síðustu mánuði verið með minna móti en undanfarin ár, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. "Slík staða er mjög bagaleg fyrir kynbótastarfið og í raun afar mikilvægt fyrir kúabændur landsins að ávallt sé um offramboð á nautkálfum að ræða, enda er það eina leiðin til að tryggja að besta erfðaefnið skili sér áfram til næstu kynslóðar," segir þar og tekið fram að bændur sem nái að selja kálfa til Nautastöðvarinnar fái að jafnaði um 45 þúsund krónur fyrir nautið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×