Erlent

Hungursneyð ógnar milljónum

Hungursneyð vofir yfir tveimur milljónum íbúa Lesótó, Malaví og Svasílands að sögn forsvarsmanna Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Búist er við því að fólkið verði farið að líða skort áður en kemur að næstu uppskeru, í apríl. "Snemma á næsta ári verður líf nærri tveggja milljóna manna í hættu. Alþjóðasamfélagið hefur áður hjálpað mörgum þessara einstaklinga við að komast af. Við getum ekki snúið baki við þeim nú," sagði Mike Sackett, svæðisstjóri Matvælaáætlunarinnar í sunnanverðri Afríku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×