Erlent

Hóta uppreisn um alla Nígeríu

Forystumenn nígerískra uppreisnarmanna við árósa Nígerfljótsins segjast ætla að hefja allsherjarbaráttu gegn stjórnvöldum á föstudag til að ná yfirráðum yfir olíulindum landsins á sitt vald. Þá eru 44 ár liðin frá því Nígería fékk sjálfstæði frá Bretum. Moujahid Dokubo-Asari, foringi uppreisnarmanna, sagði að starfsmenn olíufélaga yrðu réttmæt skotmörk í uppreisninni og hvatti erlendi sendiráð til að þrýsta á landa sína um að flýja land. "Við munum gera árás alls staðar þar sem við getum," sagði hann. Talsmaður Nígeríuhers gerði lítið úr ummælunum og sagði lítið mál að kveða uppreisnarmennina í kútinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×