Erlent

Mikill áhugi á kosningunum

Forsetakosningarnar í haust virðast vekja mun meiri áhuga meðal almennings en kosningar síðustu áratuga. Í það minnsta er mun meira um að einstaklingar sem ekki hafa kosið áður láti bæta sér inn á kjörskrá í sínu kjördæmi. Í Cleveland hafa tvöfalt fleiri nýir kjósendur skráð sig á kjörskrá en fyrir fjórum árum. Í Philadelphia hafa menn ekki séð meiri aukningu nýskráningar kjósenda í tvo áratugi. Þá hafa yfirvöld í sumum sýslum þurft að bæta við mannskap til að hafa undan við að skrá nýja kjósendur. Tvær ástæður eru sagðar fyrir útskýra mikla fjölgun nýrra kjósenda á kjörskrá. Önnur er sú að kosningarnar geta orðið jafnar þó George W. Bush Bandaríkjaforseti virðist hafa forskot á John Kerry samkvæmt skoðanakönnunum. Hin er sú að fjöldi samtaka vinnur að því að fá fólk til að skrá sig á kjörskrá, óvíst er hversu margir þeirra sem skrá sig á þeim forsendum mæta á kjörskrá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×