Innlent

Allt fé skorið vegna riðu?

Yfirdýralæknir mun á næstunni funda með bændum í Biskupstungum um hugsanlega nauðsyn þess að skera allt fé á svæðinu eftir að riða greindist í fé frá bænum Austurhlíð. Áður en það kom í ljós, var fé aðeins eftir á sjö bæjum í héraðinu eftir niðurskurð á öðrum bæjum vegna riðu. Ef niðurstaðan verður að skera allt fé á svæðinu er það áfall fyrir byggðarlagið þar sem fjárlaust þarf að vera í nokkur ár eftir niðurskurð auk þess sem leitir og réttir í Tungnarétt féllu niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×