Innlent

Árni Johnsen þjófkennir Steingrím

Árni Johnsen hefur bæði í bók og Kastljósi Ríkissjónavrpsins staðhæft að Steingrúmur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hafi stolið fágætu fiðrildi af skrifstofu þáverandi umhverfisráðherra og fært Steingrími Hermannssyni að gjöf. Athyglisvert vegna þess að sjálfur hefur Árni verið dæmdur í fangelsi fyrir að stela eigum hins opinbera. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, er mjög ósáttur við framgöngu Árna Johnsen, fyrrum samstarfsmanns síns á Alþingi Íslendinga, sem ber hann þungum sökum í nýrri bók sem hann hefur sent frá sér og nefnir Lífsins melódí. Þar lætur Árni Johnsen að því liggja að Steingrímur hafi stolið forláta fiðrildi í ríkiseigu af skrifstofu þáverandi umhverfisráðherra og farið með í kveðjuveislu til Steingríms Hermannssonar og gefið honum. Sögunni fylgir að áður hafi Steingrímur J. reynt að stela uppstoppuðum fálka en Össur Skarphéðinsson, sem þá var umhverfisráðherra, komið í veg fyrir þjófnaðinn. Lætur Árni Johnsen það fylgja að Steingrímur og Össur hafi verið á fylliríi: Það er dapurlegt þegar menn ýkja og afflytja sannleikann með þeim hætti sem Árni gerir þarna," segir Steingrímur J. og bætir því við að hann sé ekki vanur því að fyrrum félagar taki skemmtisögu eins og þessa og geri úr þann óskapnað sem lesa má um í bók Árna. "Sannleikurinn er sá að við Össur vorum á leið í kveðjuveislu sem haldin var til heiðurs Steingrími Hermannssyni þegar hann hætti í stjórnmálum og fór yfir í Seðlabankann. Vissulega höfðum við Össur verið að skemmta okkur en þetta var á miðju kvöldi," segir Steingrímur J. sem þarna á skrifstofu Össurar í umhverfisráðuneytinu hafði orð á því að eitthvað yrðu þeir að færa Steingrími Hermannsyni að gjöf. Segist Steingrímur fyrst hafa bent á uppstoppaðan fálka en Össur talið af og frá að hægt væri að gefa fyrrverandi forsætisráðherra hann þar sem fálkinn væri í eigu Náttúrufræðistofnunar. Benti Steingrímur þá á einhvern annan hlut í eigu ríkisins en endaði svo á fiðrildi sem stóð á borði Össurar og úr varð að það var tekið með í kveðjusamsætið til Steingríms Hermannssonar. Steingrímur harðneitar því að fiðrildið hafi verið eign ríkisins. Meira í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×