Innlent

Eftirlifandi kindur skoðaðar

MYND/Vísir
Dýralæknir mun í dag skoða betur það fé, sem lifði af þegar gólf í stórri kró í fjárhúsi í Mývatnssveit gaf sig í gær með þeim afleiðingum að um hundrað fjár steyptist ofan í ískalda meters djúpa forina fyrir neðan. Tuttugu kindur drápust, en með aðstoð nágranna, björgunarsveitarmanna og lögreglu tókst að bjarga 80 kindum. Sumar þeirar eru þó meiddar og kann að þurfa að lóga nokkrum til viðbótar vegna þess. Fjárhúsið er rúmlega tuttugu ára gamalt stálgrindarhús og er verið að rannsaka hvað olli slysinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×