Sport

Bayern á toppinn

Bayern Munchen komst á topp þýsku bundesligunnar í dag með öruggum sigri á Kaiserslautern á heimavelli. Gestirnir komust þó reyndar yfir með marki frá Thomas Riedl snemma leiks en Claudio Pizarro, Torsten Frings og varamaðurinn Paulo Guerrero tryggðu Munchen sigur. Schalke vann góðan útisigur á Leverkusen með mörkum Ebbe Sand, Ailton og Lincoln. Bayern er þar með tveimur stigum meira en spútniklið Wolfsburg en hinir síðarnefndu eiga þó leik til góða gegn  Hamburg á morgun. Schalke er í þriðja sæti, einnig tveimur stigum á eftir Bayern. Úrslit í leikjum dagsinsBielefeld - Werder Bremen 2-1 Vata 45, Kuntzel 77 - Klasnic 83 Leverkusen - Schalke 0-3 Sand 27, Ailton 37, Lincoln 71 Dortmund - Freiburg 2-0 Brzenska 4, Jensen 81 Hertha Berlin  - Hansa Rostock 1-1 Marcelinho 90 - Lantz 37 Mainz - Bochum 1-0 Da Silva 19 Stuttgart - Mönchengladbach 1-0 Kuranyi 56 Bayern Munchen - Kaiserslautern 3-1 Pizarro 12, Frings 26, Guerrero 64 - Riedl 7



Fleiri fréttir

Sjá meira


×