Nýjar byggingar í landnemabyggðum 23. ágúst 2004 00:01 Stjórnvöld í Ísrael tilkynntu í gær að þau munu reisa rúmlega 500 byggingar á Vesturbakkanum, til viðbótar við þúsund nýbyggingar sem einnig munu rísa í landnemabyggðum. Þá kunngjörðu þau að smíði aðskilnaðarmúrsins ljúki ekki fyrr en árið 2005, ári á eftir áætlun. Tilkynningin kom í kjölfar stefnubreytingar Bandaríkjamanna varðandi landnemabyggðir Ísraelsmanna, en landnám þeirra brýtur í bága við alþjóðalög. Nýbyggingarnar og aðskilnaðarmúrinn eru liðir í áætlun Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísrael, að skilja Ísrael og Palestínu algjörlega að. Hún kveður einnig á um brotthvarf Ísraelsmanna frá Gaza-ströndinni eftir ár. Bandaríkjamenn eru hlynntir brotthvarfinu en hafa hingað til ekki viljað nýjar landnemabyggðir. Á því hefur orðið breyting. Palestínumenn eru ósáttir við stefnubreytinguna og segja hana ógna friði. Ahmed Quera, forsætisráðherra Palestínu, sakar Ísraela um að efna vísvitandi til ófriðar. Landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni ógna áætlunum Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Ísraelsher hernam svæðin árið 1967 og hefur stjórnað þeim æ síðan. Rúmlega 230 þúsund ísraelskir landnemar búa þar núna, langflestir á Vesturbakkanum. Varnarmálaráðherra Ísraels sagði í gær að tæplega hálfum milljarði króna yrði varið í að færa aðskilnaðarmúrinn í samræmi við úrskurð hæstaréttar Ísraels frá því í júní. Dómurinn sagði að á 30 kílómetra svæði bryti múrinn í bága við mannréttinda- og alþjóðalög. Múrinn verður því færður til á 60 kílómetra kafla. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst múrinn í heild sinni ólöglegan og farið fram á að hann verði rifinn niður. Fullbyggður verður múrinn 680 kílómetra langur, þegar er búið að reisa um 200 kílómetra. Múrinn veldur fjölda Palestínumanna miklum vandkvæðum þar sem hann skilur fólk frá vinnustöðum, skólum og nágrannabæjum. Erlent Fréttir Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Stjórnvöld í Ísrael tilkynntu í gær að þau munu reisa rúmlega 500 byggingar á Vesturbakkanum, til viðbótar við þúsund nýbyggingar sem einnig munu rísa í landnemabyggðum. Þá kunngjörðu þau að smíði aðskilnaðarmúrsins ljúki ekki fyrr en árið 2005, ári á eftir áætlun. Tilkynningin kom í kjölfar stefnubreytingar Bandaríkjamanna varðandi landnemabyggðir Ísraelsmanna, en landnám þeirra brýtur í bága við alþjóðalög. Nýbyggingarnar og aðskilnaðarmúrinn eru liðir í áætlun Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísrael, að skilja Ísrael og Palestínu algjörlega að. Hún kveður einnig á um brotthvarf Ísraelsmanna frá Gaza-ströndinni eftir ár. Bandaríkjamenn eru hlynntir brotthvarfinu en hafa hingað til ekki viljað nýjar landnemabyggðir. Á því hefur orðið breyting. Palestínumenn eru ósáttir við stefnubreytinguna og segja hana ógna friði. Ahmed Quera, forsætisráðherra Palestínu, sakar Ísraela um að efna vísvitandi til ófriðar. Landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni ógna áætlunum Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Ísraelsher hernam svæðin árið 1967 og hefur stjórnað þeim æ síðan. Rúmlega 230 þúsund ísraelskir landnemar búa þar núna, langflestir á Vesturbakkanum. Varnarmálaráðherra Ísraels sagði í gær að tæplega hálfum milljarði króna yrði varið í að færa aðskilnaðarmúrinn í samræmi við úrskurð hæstaréttar Ísraels frá því í júní. Dómurinn sagði að á 30 kílómetra svæði bryti múrinn í bága við mannréttinda- og alþjóðalög. Múrinn verður því færður til á 60 kílómetra kafla. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst múrinn í heild sinni ólöglegan og farið fram á að hann verði rifinn niður. Fullbyggður verður múrinn 680 kílómetra langur, þegar er búið að reisa um 200 kílómetra. Múrinn veldur fjölda Palestínumanna miklum vandkvæðum þar sem hann skilur fólk frá vinnustöðum, skólum og nágrannabæjum.
Erlent Fréttir Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira