Erlent

Köhn neitað að predika

Rosmarie Köhn, fyrsta kvenbiskup Norðmanna, hefur verið neitað um að tala í kirkju í bænum Hareide á Sunnmæri. Henni var boðið að taka þátt í menningarhátíð sem kennd er við bæinn og en þegar kom að því að tala í kirkjunni sagð prestur staðarins einfaldlega nei. Hann, eins og reyndar margir fleiri prestar í Noregi, er andstæðingur biskupsins í viðhorfi hennar til samkynhneigðra. Rosmarie Köhn hefur vígt samkynhneigða til sambúðar, þvert gegn vilja margra presta norsku ríkiskirkjunnar. Þá eru prestar staðarins einnig andstæðingar þess að konur fá prestvígslu og fái yfir höfuð að mæla af munni fram úr predikunarstóli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×