Erlent

Stjórnarskrá ESB staðfest

Stjórnarskrá Evrópusambandsins var staðfest á þjóðþinginu í Litháen í morgun. Litháar eru þar með fyrsta Evrópusambandsþjóðin til að samþykkja stjórnarskrána en hún þarfnast samþykkis annað hvort þjóðþinga allra aðildaþjóða eða staðfestingu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Óvíst er hvort stjórnarskrá ESB tekur nokkurn tíma gildi því það er allsendis óljóst hvort hún hlýtur blessun í löndum eins og Bretlandi og Danmörku þar sem andstaða er mikil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×