Innlent

Áskorun afhent

Síðastliðinn föstudag, sem var alþjóðlegi mannréttindadagurinn, lauk 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilefni þess afhentu aðstandendur átaksins forsætisráðherra, forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar áskorun. Í áskoruninni er vakin athygli á því hversu alvarlegt kynbundið ofbeldi sé og stjórnvöld hvött til að setja fram heildstæða áætlun til að bregðast við vandanum hér á landi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði, þegar hann tók við áskoruninni í Alþingishúsinu, að kynbundið ofbeldi væri skelfilegasta ofbeldi sem um getur, þá sérstaklega gagnvart börnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×