Innlent

Eldri ökumenn batna síður

MYND/Vísir
Eldri ökumenn eiga erfiðara með að breyta og bæta ökulagi sínu, samkvæmt könnun sem Gallup gerði. Umferðarstofa hefur undanfarin tvö ár reynt að fækka slysum í umferðinni með betra aksturslagi og vann auglýsingaherferð Umferðarstofu, Hægðu á þér, til gullverðlauna í helstu auglýsingasamkeppni Evrópu á dögunum. Í framhaldinu var reynt að kanna hvaða gagn var af herferðinni. Þegar ökumenn á aldrinum 16-24 ára voru spurðir kom í ljós að meira en helmingur þeirra taldi áhrifin frekar eða mjög mikil. Allt annað eru uppi á teningnum þegar ökumenn á aldrinum 55-75 ára eru spurðir kemur í ljós að meira en 60% þeirra telja áhrif herferðarinnar engin, mjög lítil eða frekar lítil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×