Erlent

Leiðir ekki til minni matarlystar

Það er ekki ýkja langt síðan að fréttir af hormóninu FYY breiddust sem eldur í sinu út um heimsbyggðina. FYY átti að vera lausn allra offituvandamála, slá á matarlyst og leiða til þess að fólk léttist. Nú hafa vísindamenn komist að allt annari niðurstöðu, eftir umfangsmiklar rannsóknir. FYY leiðir hvorki til minni matarlystar né kílóahvarfs. Þvert á móti urðu rottur, sem fengu hormónið í miklum magni, í meira lagi gráðugar og glímdu í kjölfarið við gríðarlega hægðatregðu. Þá er líklega betra að vera helst til þéttvaxinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×