Sport

Ásgeir til Lemgó

Ásgeir Örn Hallgrímsson, stórskytta Haukar og íslenska landsliðsins, hefur gert samning við þýska stórliðið Lemgo. Samningurinn er til 2ja ára. Ásgeir Örn heldur til Þýskalands næsta sumar en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hendi. Ásgeir Örn sagði í samtali við íþróttadeildina að sér hefði litist afar vel á aðstæður hjá Lemgo og hann sé fullur tilhlökkunar að fara til Þýskalands næsta sumar. ,,Þetta er jólagjöfin í ár og gamall atvinnumannadraumur að rætast," sagði Ásgeir Örn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×