Sport

Frjálsíþróttamaður ársins valinn

Eþíópíski langhlauparinn Kenenisa Bekele var í gær kjörinn frjálsíþróttamaður ársins af Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. Bekele setti heimsmet í fimm þúsund og tíu þúsund metra hlaupi á árinu og vann tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í Aþenu. Hann vann gull í tíu þúsund metra hlaupi og silfur í fimm þúsund metra hlaupi. Millivegalengdahlauparinn Hichem El-Guerrouj frá Marókkó varð annar og sænski hástökkvarinn Stefan Holm varð þriðji.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×