Erlent

Ólíklegt að Ísraelsmenn breyti

Alþjóða kjarnorkumálastofnunin vill að Ísraelsmenn gangist við því að þeir reki kjarnorkuvopnaáætlun eða séu í það minnsta færir um að smíða slík vopn. Ísraelsstjórn hefur hvorki játað né neitað því að eiga kjarnorkuvopn, þó að almennt sé talið að slík vopn séu til staðar. Mohammed ElBaradei, yfirmaður kjarnorkumálastofnunarinnar, vill að ríki Miðjarðarhafs lýsi svæðið kjarnorkuvopnalaust. Ólíklegt er talið að Ísraelsmenn breyti út af fyrri stefnu, einkum með hliðsjón af því að talið er að Íranar eigi nú einnig kjarnorkuvopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×