Erlent

Þjálfa íraska hermenn nærri Bagdad

Ríki Atlantshafsbandalagsins hafa komist að samkomulagi um að senda 300 herforingja til Íraks til að setja á fót og reka herskóla í nágrenni höfuðborgarinnar Bagdad. Fyrir höfðu 40 leiðbeinendur verið sendir til Íraks en ekki var hægt að ráðast í frekari aðgerðir þar sem Frakkar stóðu, þar til í gær, á móti því. Niðurstaða Atlantshafsbandalagsins er málamiðlun milli Bandaríkjanna, sem vildu að Írakar fengju sem mesta aðstoð við þjálfun hermanna, og Frakka, sem vildu ekki senda lið á vegum Nató til Íraks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×