1600 látnir á Haiti? 22. september 2004 00:01 Óttast er að allt að sextán hundruð manns hafi farist þegar fellibylurinn Jeanne gekk yfir Haítí, þar af fjölmörg börn. Neyðarástand er í landinu og segja talsmenn hjálparstofnana bráðnauðsynlegt að bregðast þegar í stað við. Ljóst er að Jeanne olli mun meiri skemmdum og mannfalli en í fyrstu var talið. Forsætisráðherra Haiti, Gerhard Latortue, segir ástæðu til að telja 1600 hafa týnt lífi í storminum, þar sem um 700 lík hafa þegar fundist og þúsund er saknað. Hann kveður um 160 þúsund manns hafa orðið fyrir skaða, en bylurinn olli miklum skemmdum og flóðum, sem valdið hafa mestum usla. Í líkhúsum er vart pláss fyrir fleiri lík en björgunarmenn segja líkur á að fleiri finnist þegar vatnið tekur að sjatna. Þeir stafla líkum fyrir utan, þar sem þau bakast í þrjátíu stiga hita og flugur sveima yfir. Sjúkrahús eru flest stórskemmd og vart fær um að taka við og meðhöndla sjúkdóma. Talsmenn hjálparsamtaka segja ástæðu til að óttast að smitsjúkdómafaraldur brjótist út, þar sem að vatn liggur víða yfir og loftslagið er mjög rakt. Verst er ástandið í borginni Gonaives, þar sem talið er að hvert einasta hús hafi orðið fyrir skemmdum. Á sumum stöðum í borginni er flóðavatnið allt að þriggja metra djúpt, og hræ dýra fljóta þar um og rotna. Megna nálykt leggur yfir alla borgina, og segja yfirvöld þar nauðsynlegt að grafa fjöldagrafir og urða hreinlega lík þeirra sem fórust. Talið er að á þriðja hundrað þúsund manna þurfi á neyðaraðstoð og matvælum að halda, en lið Sameinuðu þjóðanna hóf að dreifa hjálpargögnum í gær. Starf þeirra er þó erfitt, því að þar sem ekki eru ennþá flóð eru vegir handónýtir, og því nánast einungis þyrlur sem dreift geta gögnum. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Óttast er að allt að sextán hundruð manns hafi farist þegar fellibylurinn Jeanne gekk yfir Haítí, þar af fjölmörg börn. Neyðarástand er í landinu og segja talsmenn hjálparstofnana bráðnauðsynlegt að bregðast þegar í stað við. Ljóst er að Jeanne olli mun meiri skemmdum og mannfalli en í fyrstu var talið. Forsætisráðherra Haiti, Gerhard Latortue, segir ástæðu til að telja 1600 hafa týnt lífi í storminum, þar sem um 700 lík hafa þegar fundist og þúsund er saknað. Hann kveður um 160 þúsund manns hafa orðið fyrir skaða, en bylurinn olli miklum skemmdum og flóðum, sem valdið hafa mestum usla. Í líkhúsum er vart pláss fyrir fleiri lík en björgunarmenn segja líkur á að fleiri finnist þegar vatnið tekur að sjatna. Þeir stafla líkum fyrir utan, þar sem þau bakast í þrjátíu stiga hita og flugur sveima yfir. Sjúkrahús eru flest stórskemmd og vart fær um að taka við og meðhöndla sjúkdóma. Talsmenn hjálparsamtaka segja ástæðu til að óttast að smitsjúkdómafaraldur brjótist út, þar sem að vatn liggur víða yfir og loftslagið er mjög rakt. Verst er ástandið í borginni Gonaives, þar sem talið er að hvert einasta hús hafi orðið fyrir skemmdum. Á sumum stöðum í borginni er flóðavatnið allt að þriggja metra djúpt, og hræ dýra fljóta þar um og rotna. Megna nálykt leggur yfir alla borgina, og segja yfirvöld þar nauðsynlegt að grafa fjöldagrafir og urða hreinlega lík þeirra sem fórust. Talið er að á þriðja hundrað þúsund manna þurfi á neyðaraðstoð og matvælum að halda, en lið Sameinuðu þjóðanna hóf að dreifa hjálpargögnum í gær. Starf þeirra er þó erfitt, því að þar sem ekki eru ennþá flóð eru vegir handónýtir, og því nánast einungis þyrlur sem dreift geta gögnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira