Erlent

Eldar í Grikklandi

Einn maður fórst og fjöldi heimila eyðilagðist í gríðarlegum skógareldum sem geisað hafa undanfarna daga í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands. Slökkviliðsmönnum tókst loks í dag að ná stjórn á eldunum en björgunarstarf hefur reynst erfitt vegna hita og mikilla vinda. Skógareldarnir eru ekki langt frá Ólympíuþorpi sem mun hýsa um 16 þúsund keppendur á Ólympíuleikunum sem hefjast í Aþenu í næsta mánuði. Þorpið er þó ekki talið í hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×