Erlent

Fimm slösuðust í Pamplóna

Fimm voru fluttir slasaðir á sjúkrahús eftir hið árlega nautahlaup í Pamplóna á Spáni í morgun. Þúsundir manna hlupu í dauðans ofboði á undan fimm nautum sem vega hvert um sig hálft tonn og hafa banvæn horn á höfði. Frá árinu 1910 hafa fimmtán manns látið lífið í þessu árlega hlaupi, síðast árið1995. Það var bandaríski rithöfundurinn Ernest Hemingway sem vakti fyrstur útlendinga athygli á San Fermin hátíðinni í Pamplona í bók sinni Og sólin rennur upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×