Erlent

Fjórir hermenn féllu

Skæruliðar skammt vestur af Bagdad drápu fjóra bandaríska hermenn í gær þar sem þeir voru við öryggiseftirlit. Talsmenn Bandaríkjahers gáfu ekki frekari upplýsingar. 870 bandarískir hermenn hafa fallið síðan stríðið í Írak hófst fyrir ári, samkvæmt tölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins, og er talið að nærri 13 þúsund óbreyttir Íraka hafi týnt lífi á saman tíma.  Öflugar sprengingar heyrðust í Bagdad í morgun og virðist sem sprengjum hafi verið varpað á græna svæðið sem umlykur höfuðstöðvar Bandaríkjahers í borginni. Sömu sögu var að segja við skrifstofur stjórnmálaflokks nýs forsætisráðherra Íraks, Iyads Allawis, en þar skammt frá sprungu sprengjur. Fyrir stundu bárust síðan fregnir af skotbardögum í Bagdad. Allawi greindi svo frá því í morgun að ný öryggislög hefðu tekið gildi sem gæfu ríkisstjórninni mjög víðtæk völd til að berjast gegn skæruliðum með öllum ráðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×