Erlent

N-Kóreustjórn skammar Bandaríkin

Bandaríkin hafa hert á hótunum sínum og eyðilagt möguleikana á friðsamlegri lausn kjarnorkudeilunnar á Kóreuskaga, sagði Choe Su Hon, varautanríkisráðherra Norður-Kóreu á ráðherrafundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði stjórn sína þó reiðubúna til að leggja niður kjarnorkuáætlun sína ef Bandaríkin létu af fjandsamlegri afstöðu sinni í garð stjórnvalda í Pyongyang. Choe sagði mjög erfitt að ná friðsamlegri lausn við núverandi aðstæður og ítrekaði að Norður-Kórea gæti ekki tekið þátt í sex ríkja viðræðum um lausn málsins að óbreyttu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×