Erlent

Udo rannsakaður

Saksóknari í Þýskalandi hefur hafið rannsókn á Udo Voigt leiðtoga þjóðernissinnaða lýðræðisflokksins, NPD, eftir að hann bar lof á Adolf Hitler og kallaði hann stjórnvitring. Hann lét þessi ummæli falla í viðtali við vikublaðið Junge Freiheit. Að sögn talsmanns saksóknarans í Berlín sætir Voigt rannsókn fyrir niðrandi ummæli. Verði hann dæmdur sekur á hann yfir höfði sér sekt eða allt að þriggja ára fangelsi. Samkvæmt þýskum lögum er bannað að mæra Þriðja ríkið á nokkurn hátt og bannað er að nota tákn eins og hakakrossinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×